Um Nýjar Áttir

Viðfangsefni og meginmarkmið

Viðfangsefni ráðgjafaþjónustu Nýrra Átta eru, annars vegar, stuðningur/ráðgjöf í formi viðtala og verkefna til einstaklinga og aðstandenda þeirra sem eru að takast á við bakslög í lífinu, hvort sem um er að ræða aðila sem hafa átt við fíknivanda að etja eða ekki. Hinsvegar er um að ræða stuðning/ráðgjöf og/eða handleiðslu fyrir starfsmenn og/eða skjólstæðinga fyrirtækja eða stofnanna í formi viðtala, verkefna og námskeiða.

Meginmarkmið þjónustunnar er að byggja upp góðan skilningi hjá einstaklingnum á þeim þáttum sem valda honum erfiðleikum í daglegu lífi, að hann þekki viðbrögð sín við þeim, kunni aðferðir til að draga úr neikvæðum viðbrögðum og hafi góða innsýn í hver rót erfiðleikanna er. Með aukinni þekkingu á sjálfum sér, áhrifum margvíslegra áreita í daglegu lífi, ásamt kunnáttu á og þjálfun í að beita aðferðum og áhöldum sem í boði eru, aukast líkur á því að einstaklingurinn nái að takast á við erfiðleika og þar með draga úr líkum á bakslagi og/eða bregðast rétt við ef bakslag á sér stað.

Aðferðafræði

Aðferðafræði verkefnisins er tvíþætt. Annars vegar eru einstaklingsviðtöl sem byggja á áhugahvetjandi samtali. Mikil áhersla er lögð á að byggja upp traust milli ráðgjafa og viðskiptavinar. Árangur viðtala byggir á því að einstaklingurinn finni hjá sér hugrekki til að horfast í augu við sjálfan sig, upplifa tilfinningalegan sársauka og að treysta annarri persónu fyrir því, þannig að hann geti tjáð heiðarlega allt sem upp kann að koma.

Hinsvegar er verkefnavinna sem byggir á því að finna og setja “flögg” við atvik, aðstæður, tilfinningar og viðbrögð sem hafa neikvæð áhrif á daglegt líf einstaklings. Fyrir hvert atriði sem er flaggað er unnið verkefni til að ná betri skilningi á undirliggjandi orsök og hvernig hægt er að draga úr eða koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar. Út frá því er útbúin æfing/aðgerðaáætlun sem miðar að því að þjálfa upp viðbrögð við atvikum, aðstæðum og tilfinningum sem leiða til jákvæðra áhrifa eða, í það minnsta, draga úr neikvæðum áhrifum.

Þór Gíslason

Þór Gíslason, stofnandi og eigandi ráðgjafaþjónustunnar, er með ríflega 30 ára vegferð að baki í því að takast á við lífið eftir meðferð við fíkn. Þá hefur Þór yfir 20 ára starfsreynslu í meðferðarstarfi og innan félagsþjónustunnar. Meðal annars hefur hann unnið með fullorðnum í vímuefnameðferð, á meðferðarheimili fyrir unglinga, hjá félagsþjónustu í einstaklings-, fjölskyldu- og barnaverndarmálum og með heimilislausum með fjölþættan vanda. Þá hefur Þór starfað hjá frjálsum félagasamtökum í skaðaminnkun og verkefnum fyrir einstaklinga með geðraskanir auk starfs sem verkefnastjóri hjá hátæknifyrirtæki. Á undanförnum árum hefur Þór byggt upp víðtæka þekkingu og reynslu á fjölbreyttum aðferðum og kenningum sem unnið er eftir í meðferð einstaklinga með fíknivanda. Þá hefur Þór unnið mikið að framgangi hugmynda- og aðferðafræði Skaðaminnkunnar (Harm Reduction) í íslensku samfélagi.

Menntun:

MSc gráða frá Háskóla Íslands í Verkefnastjórnun (MPM)
BA gráða í félagsvísindum frá Háskólanum á Bifröst (HHS).
Áhugahvetjandi samtalstækni á vegum Áhugahvatar og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.